We use cookies to personalise content and ads, to provide social media features and to analyse our traffic. Read more…
Monday
09
APR

Kvikmyndasýning: Even Though My Land is Burning

20:00
21:15
Félagið Ísland-Palestína
Event organized by Félagið Ísland-Palestína

Get Directions

Category
#var:page_name# cover

Í Even Though My Land is Burning fáum við svipmynd af vopnlausu andófi Palestínumanna gegn hernámi Ísraela og þáttöku ísraelskra aðgerðasinna og and-síonista í andófinu.

Félagið Ísland-Palestína sýnir þessa umtöluðu heimildamynd Even eftir Dror Dayan mánudagskvöldið 9. apríl kl. 20:00 í Bíó Paradís (salur 3). Myndin er með enskum texta og er um 75 mínútur að lengd.

ENGIN AÐGANGSEYRIR – allir velkomnir.

► Eftir myndina er stefnan að tylla sér á kaffistofuna í bíóhúsinu fyrir óformlegt spjall.

► Tilvalið að kíkja við ef þú vilt vilt fræðast um ástandið í Palestínu - og/eða starfsemi félagsins.

UM MYNDINA:

Í Even Though My Land is Burning fáum við svipmynd af vopnlausu andófi Palestínumanna gegn hernámi Ísraela og þáttöku ísraelskra aðgerðasinna og and-síonista í andófinu.

Í þorpinu Nabi Saleh á Vesturbakkanum hafa vikuleg mótmæli verið haldin gegn daglegu ofbeldi og kúgun, gegn landtökum og aðskilnaðamúrnum, og hefur þeim verið mætt með barsmíðum, byssukúlum, gúmmíhúðuðum kúlum og táragasi. Fjöldi manns hefur verið handtekinn. Í forgrunni myndarinnar er Tamimi-fjölskyldan, sem hefur verið leiðandi andófinu; ísraelskur aðgerðasinni og and-síonisti, Ben Ronen, sem tekur virkan þátt í andófinu með þeim; og landi hans, ljósmyndarinn Oren Ziv.

Mál Tamimi-fjölskyldunnar, og sérstaklega hinnar 16 ára Ahedar, hafa vakið mikla athygli að undanförnu. Frændi Ahedar var skotinn í höfuðið af Ísraelskum hermanni og hún löðrungaði ísraelskan hermann sem ruddist inn á lóð fjölskyldunnar. Hún sætir núna 8 mánaða fangelsi í Ísrael og hafa dómurinn og aðstæður verið fordæmdar víðsvegar um heim. Fyrir andóf sitt voru móðir hennar, Nariman, og frænka hennar, Nour, einnig handteknar. Nariman sætir sömuleiðis 8 mánaða fangelsi en Nour er á skilorði.

UM FÓLKIÐ Í MYNDINNI:

BEN RONEN er ísraelskur aðgerðasinni frá þorpi skammt frá Gaza. Hann hefur verið virkur í beinum aðgerðum í meira en áratug, bæði með samtökunum Anarchists Against the Wall og á eigin vegum. Hann er jafnframt tónlistarmaður, myndlistarmaður og kvikmyndagerðarmaður. Ben hefur verið virkur í andófinu í Nabi Saleh frá upphafi og jafnframt í andófi á Vesturbakkanum og í Ísrael.

MANAL TAMIMI er palestínskur aðgerðasinni frá Nabi Saleh. Manal hefur verið virk í andófinu þar frá því að það hófst. Hún og fjölskylda hennar skrá jafnframt og bera vitni um andófið á samfélagsmiðlum, svo sem á twitter síðu hennar@screamingtamimi

BASSEM TAMIMI er palestínskur aðgerðasinni frá Nabi Saleh. Fyriur þáttöku sína hans í skipulagningu mótmæla og andófs í þorpinu hefur hann mátt sæta fangelsi í Ísraels, stundum árum saman, án réttarhalda. Hann hefur jafnframt sætt alvarlegum meiðslum og lenti í dái vegna ofbeldis og pyntinga af hálfu hernámsyfirvalda. Þrátt fyrir það halda hann og fjölskylda hans áfram að leiða andófið í Nabi Saleh gegn hernáminu.

OREN ZIV er meðstofnandi ljósmyndarahópsins Active Stills. Hann starfar mestmegnis í Ísrael og á Vesturbakkanum sem heimildaljósmyndari, þar sem hann fæst við félagsleg og stjórnmálaleg málefni. Myndir hans birtast í dagblöðum og á rafrænum miðlum víðsvegar um heim, og hann hefur hlotið margvísleg ljósmynda- og heimildaverðlaun.

Stikla myndarinnar: https://www.youtube.com/watch?v=LOc96vUEvDY