We use cookies to personalise content and ads, to provide social media features and to analyse our traffic. Read more…
Wednesday
18
APR

Ævintýri Tinna með Gísla Marteini

20:00
21:30
Bókasafn Reykjanesbæjar
Event organized by Bókasafn Reykjanesbæjar

Get Directions

Category
#var:page_name# cover

Miðvikudagskvöldið 18. apríl klukkan 20.00 kemur Gísli Marteinn Baldursson og fjallar um Tinna bækurnar í Bókasafni Reykjanesbæjar.
Tinnabækurnar hafa verið feikivinsælar á Íslandi frá því þær byrjuðu að koma út á íslensku árið 1971. Nýlega flutti Gísli Marteinn Baldursson útvarpsþætti á Rás 1 sem báru heitið Ævintýri Tinna, þar sem þessi áhugaverði bókaflokkur er skoðaður ofan í kjölinn og ýmsum hliðum hans velt upp sem ekki höfðu verið mikið í umræðunni áður. Til dæmis vangaveltur um kynjahlutverkin í bókunum, stjórnmálaskoðanirnar sem þar birtust og þá fordóma sem bækurnar ala á.Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir