We use cookies to personalise content and ads, to provide social media features and to analyse our traffic. Read more…
Friday
08
JUN

Prjónagleði 2018 Knitting Festival Icelandic Textile Center

10:00
19:00

Get Directions

Category
#var:page_name# cover

www.prjonagledi.is
Prjónagleðin 2018
Þema hátíðarinnar er 100 ára fullveldi Íslands
Prjónagleðin er árleg prjónahátið sem haldin er af Textilsetri Íslands og samstarfsaðilum. Hátíðin er haldin á Blönduósi og er fyrirmynd hennar hin árlega Prjónahátíð á Fanø í Danmörku.
Af tilefni „100 ára fullveldis Íslands“ voru valin 100 verkefni sem verða á dagskrá árið 2018, Prjónagleðin 2018 er eitt þeirra.
Haldin verður prjónasamkeppni „hönnuð peysa“ með þemanu „100 ára fullveldi Íslands“. Munu þær peysur sem komast í úrslit verða til sýnis á hátíðinni, ásamt prjónaverkum grunnskólanemenda í A-Hún, sem einnig hafa verið unnin af þessu tilefni.
Á Prjónagleðinni 2018 verður boðið upp á um 20 mismunandi prjónatengd námskeið sem haldin verða í Kvennaskólanum á Blönduósi. Fyrirlestrar um fjölbreytt efni er viðkemur prjónaskap verða haldnir í Bíósalnum í Félagsheimilinu á Blönduósi.
Sölubásar verða einnig í Félagsheimilinu á Blönduósi, þar verður til sölu úrval prjónatengdrar vöru, og kaffihús.
Einnig verður í boði ýmis skemmtun, sýningar, setningu hátíðar og hátíðarkvöldverður.
Við hlökkum til að hitta ykkur, prjónafólk bæði með mikla og litla reynslu eða alls enga reynslu, kennara, hönnuði og prjónaáhugafólk frá öllum heimshornum. Fögnum 100 ára fullveldi Íslands á Prjónagleði 2018!
Verið velkomin!

Venue

Blönduós