We use cookies to personalise content and ads, to provide social media features and to analyse our traffic. Read more…
Saturday
07
APR

Kurir - Pubbs - Rótlaus

17:00
18:00
Gallery Port
Event organized by Gallery Port

Get Directions

Category
#var:page_name# cover

Kurir er meðlimur í Pubb krúinu frá Stokkhólmi - The Poor Ugly Bad Boys. Hann hefur verið virkur graffari síðan snemma á tíunda áratugnum. Á sýningunni Rótlaus sýnir Kurir blekteikningar sem hann hefur unnið síðasta árið.

- - -

Þegar ég var átta ára gamall dró systir mín mig með sér í skógarferð með fram lestarteinunum. Þó hún sagði mér það ekki, þá ætlaði hún að sýna mér svolítið sem átti eftir að breyta lífi mínu og því hvernig ég liti á bæði veröldina alla og framtíðina.

Mér fannst heil eilífið líða uns við komum að lestargöngum sem voru stór einsog fjallshamar - af sjónarhóli barnsins. Á þennan mikla vegg hafði einhver á einhvern hátt getað málað risastóran riddara sem reið jafnstórum hvítum hesti.

Myndin var í klassískum 80's graff stíl.

Áhrifin af því að sjá myndina voru gríðarsterk og kveiktu margar tilfinningar í innra með mér, breyttu því sem mér þótti mikilvægt og hvert ég vildi stefna í lífinu.

Systir mín hafði tekið eftir því að ég farinn að leika mér að teikna í barnslegum graff-stíl heimafyrir og vildi sýna mér hvað væri "ekta" og hvað ekki.

Enn í dag þykir mér þetta líkjast helst einhverju úr ævintýrunum og ég veit ekki enn hvort það þetta hafi verið mér til bölvunar eða blessunar.

Á þessum tíma bjuggum við í venjulegu úthverfi og þar áttu allir að vilja að það yrði eitthvað sérstakt úr þeim. "Sama hvernig þú gerir það"-klisjan réði öllu okkar lífi þarna - það átti að gerast með góðu eða vondu. Þessi krafa yfirskyggði allt.

Eftir að hafa séð riddarann á hestinum eyddi ég fjórum árum í stífar æfingar, ég gerði bæði stafi og karaktera. Loks kom að þvi að ég léti ljós mitt skína. Ég var tólf ára - þetta var við sömu lestarteinana.

Og nú, tuttugu árum síðar er ég enn að - hef líklega klifrað hærri stafi en skógarverurnar sem máluðu riddararnn - líklega náð stærri markmiðum en mig gat órað fyrir - líklega haft meiri áhrif á hverfið mitt heima en mér gat dottið í hug.

Í dag er sama þörfin til þess að hafa áhrif á umhverfi mitt til staðar, það er það sem ég einbeiti mér að, án þess að gefa neitt eftir nokkurntíma. Eina sem hefur breyst er að ég er orðinn auðmjúkari og tilbúnari til að finna leiðir til þess að halda verkunum mínum lifandi.

Galdrakarlarnir og undarlegu verurnar í skóginum eiga enn hlut í mér - auk þess sem stórborgin kallar á mig - og minn stað í þeim. Ég reyni að aðlagast og halda jafnvægi milli þessara tveggja póla sem hafa mótað líf mitt og skoðanir á formi og stíl.

"... markmiðið er meir - ekki stærst og ekki fallegast - heldur meira ..."

Ykkar einlægur.

Venue

Gallery Port