We use cookies to personalise content and ads, to provide social media features and to analyse our traffic. Read more…
Friday
06
APR

Fyrirlestramaraþon HR // Lecture Marathon at RU

12:00
13:00

Get Directions

Category
#var:page_name# cover

Fyrirlestramaraþon HR er haldið árlega en þar flytja fræðimenn innan háskólans örfyrirlestra um allt milli himins og jarðar. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Meðal fyrirlestra þetta árið má nefna:

Fullveldi og sjálfstæði skipta um hlutverk: Ragnhildur Helgadóttir, deildarforseti lagadeildar
Nýting afgassvarma frá álveri Alcoa Fjarðaáls: Guðrún Sævarsdóttir, deildarforseti tækni- og verkfræðideildar
Hvernig eru bætur vegna bílslysa raunverulegar bætur? Guðmundur Sigurðsson, prófessor við lagadeild
Radiation field of core-shell nanoantennas: Miguel Urbaneja and Andrei Manolescu
Kynjamunur í kennslukönnunum: Katrín Ólafsdóttir, lektor við viðskiptadeild
Hvað getum við lært af Google? Marta Kristín Lárusdóttir, dósent við tölvunarfræðideild
Three World Records!? Björn Þór Jónsson, dósent við tölvunarfræðideild

Fyrirlestrarnir fara fram 6. apríl í stofum M103, M105, M110, M122 og M124 milli klukkan 12:00 og 13:00.
Dagskrána má sjá hér: https://bit.ly/2GWM1sj

Sama dag eru HR verðlaunin afhent en þar fá þeir starfsmenn sem þykja hafa skarað fram úr á sviði þjónustu, rannsókna og kennslu afhenta viðurkenningu. Nemendur og starfsmenn HR sjá um að tilnefna kandidata og svo er það í höndum dómnefnda skipuðum nemendum og starfsfólki að velja hver eru fremst meðal jafningja.

//

RU Lecture Marathon
Scholars at Reykjavik University give lectures on their latest research findings. See the schedule here: https://bit.ly/2GWM1sj