We use cookies to personalise content and ads, to provide social media features and to analyse our traffic. Read more…
Thursday
05
APR

Kvöldstund með Vilborgu Davíðsdóttur

20:00
22:00
Hannesarholt
Event organized by Hannesarholt

Get Directions

Category
#var:page_name# cover

Skáldkonan Vilborg Davíðsdóttir fagnar 25 ára höfundarafmæli í ár en fyrsta bók hennar, Við Urðarbrunn, kom út árið 1993. Síðan þá hefur Vilborg skrifað sjö sögulegar skáldsögur sem líkt og sagan um ambáttina Korku hafa hlotið lofsamlega dóma, nú síðast þríleikinn um landnámskonuna Auði djúpúðgu, og einnig sannsöguna Ástin, drekinn og dauðinn, um ferðalagið með drekanum en svo nefndu þau maður hennar heilakrabba sem dró hann til dauða í blóma lífsins.

Í tilefni af tímamótunum býður Hannesarholt til kvöldstundar með Vilborgu fimmtudaginn 5. apríl kl. 20 þar sem hún mun spjalla við gesti í Hljóðbergi um feril sinn og skáldsagnaskrif í máli og myndum úr eigin lífi og frá söguslóðum bóka sinna.

Opið er í veitingastofum Hannesarholts til kl.22 eins og önnur fimmtudagskvöld. Gleðistund (happy hour) frá 17-19, lifandi tónlist frá 18.30-20, Pálmar Ólason leikur á píanóið á meðan gestir sem það kjósa njóta kvöldverðar á undan kvöldstundinni með Vilborgu. Borðapantanir í síma 511-1904 og á hannesarholt@hannesarholt.is

Venue

Hannesarholt