We use cookies to personalise content and ads, to provide social media features and to analyse our traffic. Read more…
Thursday
12
APR

Tungu mál - Kvöldvaka með Steinsbörnum úr Tungu

20:00
22:00
Hannesarholt
Event organized by Hannesarholt

Get Directions

Category
#var:page_name# cover

Systkinin Iðunn, Ingólfur, Kristín og Stefán börn Öddu og Steins í Tungu, Seyðisfirði bjóða til kvöldvöku öðru sinni vegna fjölda áskorana fimmtudaginn 12.apríl kl.20.00 í Hannesarholti.

Systkinin úr Tungu hafa sýslað margt um dagana. Á ferilskrá þeirra gefur að líta blöndu af hinu og þessu í ýmsum hlutföllum. Hér skulu nefnd nokkur dæmi: Ritstjórn, þýðingar, tónlist samin og flutt, bókaskrif fyrir alla aldurshópa, bæði ljóð og laust mál, ýmsar lækningar og síldarsöltun, beitning og önnur fiskvinnsla, leiðsögn, dægurlagatextagerð, kennsla á öllum aldursstigum, talsíma- og sendilsstörf, sýnataka og efnagreining, verksmiðjuvinna á Mývetningaslóð og Katanesi, bæjarvinna og afgreiðslustörf í gamla kaupfélaginu heima, grafið fyrir sjónvarpsstreng, gamalmenna gætt í Danaveldi,skrifstofustörf.
Og hver er nú hver?

Opið er í veitingastofum Hannesarholts til kl.22 eins og önnur fimmtudagskvöld. Gleðistund (happy hour) frá 17-19, lifandi tónlist frá 18.30-20, Pálmar Ólason leikur við píanóið á meðan gestir sem það kjósa njóta kvöldverðar á undan kvöldvökunni.

Borðapantanir í síma 511-1904 og á hannesarholt@hannesarholt.is

Venue

Hannesarholt