We use cookies to personalise content and ads, to provide social media features and to analyse our traffic. Read more…
Tuesday
17
APR

Vortónleikar Fóstbræðra 2018

20:00
17:00

Get Directions

Category
#var:page_name# cover

Karlakórinn Fóstbræður heldur árlega vortónleika sína í Norðurljósasal Hörpu dagana 17., 18., 19.og 21. apríl 2018. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 nema laugardaginn 21.apríl en þá hefjast þeir klukkan 15.00. Flutt verða íslensk og erlend verk fyrir karlakóra. Miðasala er á tix.is.

Söngstjóri: Árni Harðarson.
Einsöngvari: Hildigunnur Einarsdóttir
Píanóleikari: Steinunn Birna Ragnarsdóttir

Karlakórinn Fóstbræður mun nú halda árlega vortónleika sína í Norðurljósasal Hörpu í fjórða sinn. Efnisval tónleikanna ber þess merki að Fóstbræður munu syngja við vígslu norrænnar menningarmiðstöðvar vestur í Seattle í byrjun maí. Á dagskrá verða því norræn og amerísk verk, gömul og ný, eftir höfunda á borð við Edvard Grieg, Hugo Alfvén, Eric Whitacre, Morten Lauridsen, Árna Thorsteinson og Sigvalda Kaldalóns.

Einsöngvari verður Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran og píanóleikari Steinunn Birna Ragnarsdóttir. Stjórnandi er Árni Harðarson.