We use cookies to personalise content and ads, to provide social media features and to analyse our traffic. Read more…
Thursday
30
AUG

Kennaranám í Kundalini jóga 2018-2019

09:00
17:00
Jógasetrið.
Event organized by Jógasetrið.

Get Directions

Category
#var:page_name# cover

Kennaranám Í Kundalini jóga í Jógasetrinu hefst 30. ágúst 2018 og verður til vors 2019.

Til landsins koma reyndir kennarar sem hafa stundað og kennt jóga í áratugi. Kennt verður í 3-4 daga í senn, allan daginn á ca. 5-6 vikna fresti Í Jógasetrinu, Reykjavík og einnig utanbæjar 2 langar helgar.

If you want to learn something, read it.
If you want to know something, write it.
If you want to MASTER something, TEACH IT!
-Yogi Bhajan

Vertu meistari lífs þíns og vektu upp möguleika þína með því að nota vísindi Kundalini Jóga. Þetta kennaranám er fyrir alla, hvort sem þú vilt verða löggiltur kennari eða dýpka persónulega reynslu þína af Jóga. Námið veitir þér góðan grunn fyrir árangursríka jógaástundun. Viðurkenndt nám sem gefur þér tæki og tól og alhliða þjálfun þar sem þú lærir bæði kenningar og tækni Kundalini Jóga. Þú munt öðlast þekkingu og sjálfstraust til að hafa áhrif á þitt líf og umhverfi þitt.

"Eitt það besta sem ég hef gert í lífi mínu er að fara í Kundalini jógakennara nám á vegum Auðar í Jógasetrinu. Námið er krefjandi og gefandi og frábær samsetning kennara, með ólíka nálgun, sem koma allstaðar að úr heiminum. Allt það sem ég lærði nýtist mér í lífinu og gerir það betra. Svo heldur Auður svo fallega utan um námið með gleði og kærleika." Guðrún Jóhanna Guðrmundsdóttir
Sérfræðingur í mannauðsmálum og jógakennari

UM NÁMIÐ:
Kennaranámið felur í sér aðild að “3HO International Kundalini Yoga Teachers Association” (IKYTA og uppfyllir einnig staðla um 220 klst jógakennara réttindi gefin út af Yoga Alliance, sem er alþjóðlegt bandalag ólíkra Jóga-samtaka.

Kennsluefni í fyrsta stigs kennaranámi í Kundalini Jóga:

Uppruni Jóga
Kundalini-leiðin
Jógískur lífsstíll (mataræði og daglegt líf/lífsreglur)
Patanjali (andleg heimspeki)
Orkustöðvar (chakras)
Asana og Kriya (jógastöður og æfingasett)
Möntrur
Pranayama (öndunaræfingar)
Bandha (lokur)
Hugleiðsla
Djúp slökun og sjálfsskilningur – vald yfir eigin sjálfi – sjálfsþekking
Humanology/mannspeki (samskipti og kynferði)
Sálin: Fæðing
Karma (lögmál orsaka og afleiðinga),
Dharma (æðri tilgangur/okkar æðri leið).
Að deyja og dauðinn
Vestræn líffærafræði og jógastöður
Líkamarnir 10
Shabd Guru
5 stig visku
Hlutverk og ábyrgð kennarans

Nánari upplýsingar: http://jogasetrid.is/joga-nidra-kennaranam-2/kundalini-kennaranam/