We use cookies to personalise content and ads, to provide social media features and to analyse our traffic. Read more…
Monday
16
APR

Burlesquenámskeið með Margréti Maack

19:40
20:50
Kramhúsið
Event organized by Kramhúsið

Get Directions

Category
#var:page_name# cover

Burlesque er vaxandi listform hér á landi, ekki síst að þakka kennara námskeiðsins, Margréti Erlu Maack. Hún kemur reglulega fram ásamt Reykjavík Kabarett og á hinum goðsagnakennda The Slipper Room NYC. Markmið námskeiðsins er að kveikja á sköpunargleðinni, finna karakter og koma sér út úr skelinni.

Burlesque er kynþokkafullur kabarettdans sem gengið hefur í endurnýjun lífdaga síðastliðin ár. Tímarnir eru miðaðir að byrjendum, en þeir sem hafa dansbakgrunn fá mikið út úr þeim engu að síður. Gott fyrir sjálfstraustið og líkamann og frelsandi fyrir sálina. Hleyptu þinni innri divu út í vernduðu umhverfi!

“Valdeflandi og virkilega skemmtilegt. Blanda af barnslegri gleði og fullkomnum kynþokka. Kynnti mig fyrir hluta af mér sem mér datt ekki í hug að væri til og ég elska það.” Margrét Dórothea, nemandi og nú burlesqueskemmtikraftur.

Kennsluskráin er lauslega svona, en gæti tekið breytingum eftir því sem hentar hópnum eða ef kennari fær eitthvað á heilann.
1. tími, 16. apríl: Hvað er burlesque? Bumps, grinds, shimmy og alls kyns mjaðmatækni. Sjálfsöryggi, líkamsburður, karakter
20. apríl: Sýning hjá framhaldshópi á Gauknum, nemendur í byrjendahóp fá tvo fyrir einn á sýninguna.
2. tími, 23. apríl: Klisjur og klassík
3. tími, 30. apríl: Hreyfigæði og atriðasköpun (ath þessi tími gæti verið lengri en aðrir)
4. tími, 7. maí: Hanskar, brjóstadúskar, að fara úr eins og það sé það merkilegasta sem gerst hefur í heiminum.
5. tími, 14. maí: Tvöfaldur tími með framhaldshóp, atriðasköpun.

Kennt er einu sinni í viku, í fimm vikur, á mánudagskvöldum kl. 19:40. Skráning fer fram á http://skraning.kramhusid.is/skraning.aspx

Hægt er að fá námskeiðið endurgreitt frá stéttarfélögum eða hægt að nota íþróttastyrk eins og sumir vinnustaðir bjóða upp á. Athugið að eingöngu er hægt að kaupa allt námskeiðið, ekki einstaka tíma.

Venue

Kramhúsið