We use cookies to personalise content and ads, to provide social media features and to analyse our traffic. Read more…
Saturday
07
APR

Námskeið - Canon EOS sérfræðingur snýr aftur!

09:00
16:00
Canon á Íslandi
Event organized by Canon á Íslandi

Get Directions

Category
#var:page_name# cover

Canon og Origo standa fyrir tveimur námskeiðum laugardaginn 7. apríl nk. sem hafa það að markmiði að Canon notendur hámarki notkun fókuskerfisins í EOS 5D Mark IV og EOS-1D X Mark II, læri að setja upp Wi-Fi á snjalltæki, tölvu og netþjóna og hvernig Speedlite flasskerfið er hannað til vinna, m.a. með útvarpstíðninni.

Námskeiðin fara fram í ráðstefnusal Origo, Borgartúni 37.

Það er ljósmyndarinn og Canon EOS sérfræðingurinn Brian Worley sem annast kennsluna en hann starfaði í 15 ár hjá Canon Europe og tók m.a. þátt í að aðstoða evrópsk fyrirtæki að hefja sölu á stafrænum myndavélum.

Brian hefur annast þjálfun á mörgum starfsmönnum Canon og er einn helsti EOS sérfræðingur Evrópu og þótt víðar væri leitað og því mikill hvalreki fyrir íslenska áhuga- og atvinnuljósmyndara.

Tvö námskeið verða í boði:

Námskeið I: Hámarkaðu notkun fókuskerfisins og almennra stillinga í EOS 5D Mark IV og EOS-1D X Mark II & Wi-Fi

Námskeið II: Hámarkaðu notkun Speedlite flass kerfisins

Skráning -> bit.ly/canon_worley