We use cookies to personalise content and ads, to provide social media features and to analyse our traffic. Read more…
Tuesday
10
APR

Lærðu að höndla LED

08:30
17:00
Rafiðnaðarskólinn
Event organized by Rafiðnaðarskólinn

Get Directions

Category
#var:page_name# cover

Lærðu að höndla LED
Með tilkomu nýrrar ljóstækni og LED á markaðinn virðist enginn talar lengur um Wött heldur lúmen og val á litarhitastigi virðist jafn flókið og að velja týpu af osti í franskri ostabúð. Er skilgreining á ljósi orðin allt önnur í dag heldur hún var í tíð glóperu og annarra
hefðbundinna ljósgjafa?

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu viðfangsefni lýsingarfræðinnar. Hugtökin og fræðin á bak við litarhitastig, litarendurgjöf, ljósmagn, glýju og ljóstækni verða rædd og áhersla verður lögð á að sýna hvernig LED ljósgjafinn hefur algjörlega breytt því hvernig hönnuðir,
verktakar og framleiðendur vinna með ljósgjafa.

Hér er á ferðinni öflugt námskeið sem fléttar saman fræðslu og sýnikennslu á helstu hugtökum lýsingarfræðinnar og nýtist aðilum sem vilja fræðast frekar um nýja ljóstækni,
hvernig á að vinna með LED ljósgjafa og öðlast betri almennan skilning á ljósi.
Leiðbeinandi
Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, lýsingarhönnuður

Hún kennir einnig lýsingarfræði í HR og Meistaraskólanum og er þekkt fyrir lifandi og fræðandi tíma. Með þessu námskeiði langar hana að deila reynslu sinni og gefa þér hagnýt ráð sem nýtast
m.a. sölumönnum lampabúnaðar, arkitektum og hönnuðum sem vilja skilja betur notkun á ljósi, verktökum sem sjá um uppsetningu ljósbúnaðar og þeim sem vilja fræðast almennt um ljós.