We use cookies to personalise content and ads, to provide social media features and to analyse our traffic. Read more…
Friday
20
APR

Rafsegulsvið hætta eða hugarvíl

08:30
18:00
Rafiðnaðarskólinn
Event organized by Rafiðnaðarskólinn

Get Directions

Category
#var:page_name# cover

Þátttakendur læra að þekkja muninn á rafsegulsviði, rafsviði, rafsegulöldum og jarðgeislum. Nemendur eiga að námskeiði loknu að geta skilgreint og skilið áhrif rafmengunar, mælt svið og gert ráðstafanir til minnkunar. Þeir kynnast algengustu upptökum rafsegulsviðs og viti hvar líklegust upptök eru og hvaðan mesta dreifing er. Þekkja fyrirbærið rafsegulóþol og helstu einkenni þess og hvaða mælieiningar gilda gagnvart slíkum vanda. Framkvæmdar eru mælingar á rafsviði, rafsegulsviði og útvarpsbylgjum og fjallað um hvar upptök geislunar geta legið og aðferðir til að minnka geislun.

Fyrir hverja:
Fagmenn sem vilja kynna sér helstu atriði varðandi hugsanleg heilsufarsáhrif rafsegulsviðs og skoða umræðuna um rafmengun á faglegum grundvelli í þeim tilgangi að gera fagmann á rafiðnsviði færan um að meta styrk geislunar og hvort þörf sé aðgerða.
Undirstaða: Rafiðnaðarnám eða sambærileg þekking.
Lengd: 2 dagar