We use cookies to personalise content and ads, to provide social media features and to analyse our traffic. Read more…
Saturday
07
APR

Bruggkonur Unite - "Bríet" beer launch at Skúli Craft Bar

17:00
19:00
Skúli - Craft Bar
Event organized by Skúli - Craft Bar

Get Directions

Category
#var:page_name# cover

Næstkomandi laugardag milli 17-19 verður fyrsti samstarfsbjór bruggkvenna á Íslandi kynntur á Skúla Craft Bar og er þér boðið að líta við og njóta kókoshnetu-Lime Saison bjórsins með okkur sem hlaut nafnið “Bríet” eftir Bríeti Bjarnhéðinsdóttur kvennréttinda frömuði með meiru.

Allur ágróði rennur til góðgerðamála.
———-

Í tilefni af alþjóðlega sambruggdegi kvenna sem haldinn er hátíðlega um allan heim hvert ár þann 8.mars síðast liðinn hittust konur í bruggi, blandara og eigendur brugghúsa á Íslandi á Ölverki í Hveragerði og brugguðu saman skemmtilegan samstarfsbjór.

Þema sambruggsdagsins í ár var með “Framandi” ívafi en fyrir valinu varð léttur saison með suðrænum tónum, lime & kókóshnetu. Í árdaga bjórsins var bruggstarfið kvennastarf og má með sanni segja að hópurinn hafi lagt hjarta og sál í bruggframleiðsluna líkt og kynsystur þeirra gerðu áður.

Bjóráhugafólk geta fengið bjórinn á völdum stöðum í apríl en fyrst verður hann kynntur sérstaklega á Ölverk í Hveragerði fimmtudaginn 5.april og á Skúla Craft bar í Reykjavík laugardaginn 7.apríl.

Konur frá eftirfarandi brugghúsum og félögum stóðu að deginum; Lady Brewery, Rvk Brewing Co., Ölverk brugghús, Ölvisholt brugghús og Fágun - félag áhugafólks um gerjun á Íslandi.