We use cookies to personalise content and ads, to provide social media features and to analyse our traffic. Read more…
Thursday
12
APR

Heildræn vorhreinsun fyrir lifur og lund. Aukanámskeið.!

18:45
21:30
Systrasamlagið / Sisterhood
Event organized by Systrasamlagið / Sisterhood

Get Directions

Category
#var:page_name# cover

AUKANÁMSKEIÐ. MIÐASALA HAFIN.

Heildræn vorhreinsun fyrir lifur & lund, er heiti nýs og afar spennandi námskeiðs með Heiðu Björk sem verður Systrasamlaginu fimmtudaginn 12. APRÍL frá 18:45 - 21:30. ÞETTA ER AUKANÁMSKEIÐ og ÞAÐ SÍÐASTA AÐ SINNI.

Til að viðhalda góðri heilsu er jafn mikilvægt að losa líkamann við óæskileg úrgangsefni og að gefa honum góð næringarefni til að vinna úr. Annars geta úrgangsefnin truflað heilbrigða líkamsstarfsemi. Líkami okkar er í raun fullkomin efnaverksmiðja, sem þarf á réttum efnum að halda bæði til viðhalds og orkugjafar og til að losa líkamann við eitur- og úrgangsefni. Það er því ekki að ástæðulausu að í flestum menningarheimum er vorhreingerning aðal hreinsun ársins.

Fljótlega eftir páska, eða FIMMTUDAGINN 12. apríl (seinna námskeið) verður boðið upp allsherjar vorhreingerningar námskeið í Systrasamlaginu sem stendur frá 18:45 – 21:30 undir stjórn Heiðu Bjarkar Sturludóttur næringarþerapista og jógakennara með meiru.

NÁNAR UM NÁMSKEIÐIÐ:
Á þessu áhugaverða námskeiði verður fjallað um leiðir líkamans til að losa sig við úrgangs- og eiturefni og skoðað verður hvað getur farið úrskeiðis í því ferli. Lifrin er einna mikilvægust í hreinsunarstörfunum og segja má að hún sé vinnuþjakaðasta líffæri líkamans, þar sem hennar verkefni eru svo margvísleg.

Líf nútímamannsins gerir lifrinni síðan erfitt fyrir þar sem fjöldi aukaefna, sem hún þarf að hreinsa út, eykst sífellt. Álagið á lifrina er mikið. Við fáum allskyns aukaefni og eiturefni í okkur í gegnum umhverfið s.s. úr snyrtivörum, hreinlætisvörum, eldvarnarefnum í húsgögnum, aukaefni í matvælum, lyfjum o.s.frv.

STÍFUR LÍKAMI - STAÐNAÐAR HUGSANIR
En huga þarf að fleiru en eingöngu líkamanum þegar gerð er heildræn vorhreingerning. Hugann þarf að taka með og losa um staðnaðar og letjandi hugmyndir og tilfinningar sem geta staðið andlegri heilsu fyrir þrifum.

Á námskeiðinu verða kenndar öndunaræfingar sem styðja við hreinsun líkamans og meltingu næringarefna. Afhentir verða punktar sem má styðjast við, til að fara af stað í nokkurra daga lifrarhreinsun, sem byggir á því að borða áveðinn mat og taka inn viss bætiefni sem styðja við hreinsun lifrarinnar en um leið er talað um hvaða matur og drykkir gera lifrinni erfitt fyrir.
Lúin lifur getur verið uppspretta margvíslegra kvilla svo sem húðvandamála, bjúgsöfnunar, orkuleysis, ofnæmis og fleira.

HAMINGJUSÖM/SAMUR eða VANSÆL/L?
Í dag staðfesta fjöldinn allur af rannsóknum að kvíði, streita, sorg, hræðsla og aðrar tilfinningar eru ekki eingöngu andlegt ástand, heldur einnig líkamlegt ástand sem hefur áhrif á blóðþrýsting, hormónajafnvægi, taugaboðefni og lífefnafræði líkamans í heild. Hamingjusöm og afslöppuð manneskja er lífefnafræðilega ólík stressaðri, reiðri og vansælli manneskju.

Heiða Björk mætir á námskeið með hið undurfallega Chiron Gong sem mun ljá námskeiðinu fallega tóna. Í lok námskeiðs verður semsé boðið upp á stutta, nærandi og hreinsandi Gong hugleiðslu undir stjórn Heiðu.

Systrasamlagssystur bjóða upp á hreinsandi en bragðgóðar veitingar á námskeiðinu og gefa gagnlegar uppskriftir.

Hér er því um að ræða einstaka nálgun og afar áhugaverða kvöldstund sem við hvetjum sem flesta til að sækja á meðan húsrúm leyfir.

Verð er 9.500 kr.

Meira um Heiðu Björk:
Heiða Björk hefur semsé sjálf glímt við heilsufarsvandamál þar sem næring, lífstíll og jóga hafa haft mikil jákvæð áhrif. Hún á son sem losnaði við Tourette´s taugaröskun á örfáum mánuðum með breytingu á næringu og lífstíl. Nokkrum árum síðar þegar hann veiktist aftur og læknar stóðu ráðþrota gagnvart verkjum og orkuleysi, náði hann bata með næringu og jóga. Trú Heiðu á áhrif lífsstíls og næringar er því tilkomin vegna eigin góðu reynslu en hún er líka menntuð í næringarþerapíu og mörgu öðru og hefur miklu að miðla.

Menntun Heiðu Bjarkar:
Nám hjá Jógasetrinu í Kundalini Yoga – Útskrift vor 2017
Næringarþerapía (Naturopathic Nutritional Therapy) – þriggja ára nám við Natural Healthcare College á Englandi – DipNNT 2016
Nám í efnafræði og líffræði – Canadian College of Naturopathic Medicine 2009
MA Umhverfisfræði – Universidad Carlos III – 2000
Leiðsögumannapróf – Leiðsöguskólinn í Kópavogi - 1996
BA Sagnfræði – Háskóli Íslands – 1995