We use cookies to personalise content and ads, to provide social media features and to analyse our traffic. Read more…
Thursday
12
APR

Soffía Björg í Landnámssetrinu

21:00
22:30

Get Directions

Category
#var:page_name# cover

Soffía Björg er að fara á sinn fyrsta sólótúr erlendis í lok apríl og ætlar að halda nokkra tónleika á Íslandi til upphitunar.

Fyrsta plata Soffíu heitir einfaldlega ‘Soffía Björg’, og var hún gefin út á rafrænum miðlum á seinasta ári. Hún fékk góðar viðtökur hérlendis og vakti eftirtekt erlendra miðla.
Tónlistinni hefur verið lýst sem ísköldu eyðimerkurrokki með þjóðlaga- og americana áhrifum.
Eftir útgáfu plötunnar hefur hún spilað á öllum helstu tónlistarhátíðum landsins ásamt því að hafa spilað erlendis á svoköllum ‘showcase’ hátíðum.

Von er á nýju efni á þessu ári frá tónlistarkonunni - nánar tilkynnt síðar.

Soffía Björg hefur komið víða við í tónlist frá árinu 2006. Hún hóf nám við söngskólann í Reykjavík þar sem hún nam klassískan söng. Fljótlega fann hún að þetta var ekki leiðin sem togaði í hana svo hún skipti yfir í FÍH þar sem hún kynntist Complete Vocal Technique.
Söngnámið átti vel við hana þangað til hún hóf að semja tónlist árið 2010. Tónlistin byrjaði að streyma og hefur ekki stoppað síðan.
Árið 2011 fékk hún inngöngu í Listaháskóla Íslands þar sem hún nam næstu þrjú árin klassískar tónsmíðar undir handleiðslu Tryggva M. Baldvinssonar. Hún útskrifaðist árið 2014 með BA gráðu í því fagi og hefur nýtt þá þekkingu og reynslu í útsetningu á sínum eigin verkum.

Tónleikarnir eru ca einn og hálfur tími með hléi.
Flutt verður tónlist af fyrstu plötu hennar ásamt efni af komandi útgáfu.

Tónleikar byrja kl 21.00
Miðaverð 2000 krónur
Enginn posi

https://www.facebook.com/SoffiaBjorgMusician/
https://twitter.com/SoffiaBjorg
https://www.instagram.com/soffiabjorg/