We use cookies to personalise content and ads, to provide social media features and to analyse our traffic. Read more…
Friday
06
APR

Aðalfundur Politica 2018

20:00
23:00

Get Directions

Category
#var:page_name# cover

Föstudaginn 6. apríl næstkomandi er komið að árlegum aðalfundi Politica.

Á aðalfundi verður án efa mikilvægasta verkefnið að kjósa í nýja stjórn Politica sem mun sjá um að stýra víðfrægu félagslífi stjórnmálafræðinema á næsta skólaári. Á fundinum verða einnig verða teknar fyrir lagabreytingar og geta allir félagsmenn lagt fram tillögur.

Bökur og veigar í boði fyrir lýðræðisþyrstan demosinn.

Hægt er að bjóða sig fram í embætti til klukkan 16:00 fimmtudaginn 5. apríl með því að senda póst á politica@hi.is

Atkvæðagreiðsla utankjörfundar verður 11:30 - 13:30 á fyrstu hæð í Odda 6. apríl.

Óskað er eftir framboðum í eftirfarandi embætti:
- Formaður
- Varaformaður
- Gjaldkeri
- Skemmtanastjóri/stýra
- Meðstjórnandi
- Ritstjóri
- Alþjóðafulltrúi
- Hagsmunafulltrúi 2. og 3. árs

Nánari upplýsingar um hlutverk og skyldur hvers stjórnarmanns má finna í lögum Politica á heimasíðu félagsins, en einnig hvetjum við ykkur til þess að hafa samband við stjórnarmeðlimi ef einhverjar spurningar vakna!
Um er að ræða gríðarlega mikilvægt og skemmtilegt starf. Því skiptir miklu máli að nemendur láti það sig varða, hvort sem það er í formi þess að bjóða sig fram í embætti eða mæta og kjósa.


------
Í 6. gr laga Politica segir:
a) Aðalfundur félagsins skal haldinn á hverju vori innan mánaðar frá lokun kennslu.
b) Verkefni aðalfundar eru:
i) Stjórn félagsins gefur skýrslu um starfsemi félagsins.
ii) Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir síðastliðið ár.
iii) Lagabreytingar.
iv) Kosningar til embættisstarfa
v) Önnur mál.

10. gr laga Politica segir:
Komi fleiri en tvö framboð og enginn frambjóðenda hlýtur hreinan meirihluta atkvæða, skal kosið aftur á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hljóta. Komi einungis eitt framboð í embætti skal samt sem áður kosið í tiltekið embættið og þarf frambjóðandi að hljóta hreinan meirihluta atkvæða.